skemmtilegustu spil landsins

skemmtilegustu spil landsins

Leitin að stjörnunni

Stórskemmtilegt tónlistar & kvikmyndaspil fyrir alla fjölskylduna.
Hægt er að spila Leitin að stjörnunni bæði sem einstaklingsspil og liðaspil.
Einnig eru yfir 200 krakkaspurningar og er það þá valmöguleiki ef að krakkarnir vilja slást í hópinn. Spilið er því hægt að spila á marga vegu. Leikurinn snýst um að finna stjörnuna/stjörnurnar í hópnum. Leikmenn keppast um að svara spurningum og leysa þrautir sem tengjast aðallega íslenskri, en einnig erlendri tónlistar – og kvikmyndamenningu. 

Leitin að stjörnunni er væntanlegt um miðjan Nóvember

Spill the tea

Stelpuspilið sem allir hafa beðið eftir! Passar í veskið, með í partýið
eða í útileguna. Spilið snýst fyrst og fremst um að kynnast betur,
deila sem mestu um sig og slúðra!

Vertu tilbúin með næsta drykk því fyrsti fer fljótt 🥂

Svarti sauðurinn

Stórhættulegt borðspil ætlað 16 ára og eldri. Með því að spila spilið er
komist að því hver í hópnum er  Svarti Sauðurinn. Spilið mun reyna á
fjölskyldubönd, styrk sambanda og vináttu allra þeirra sem taka þátt.
Höfundar og útgefendur Svarta Sauðsins bera enga ábyrgð á
afleiðingum þess að spila spilið.

Svarti sauðurinn FERÐAÚTGÁFA

Lokins loksins er nýtt spil frá höfundum Svarta Sauðsins komið í verslanir
og í þetta sinn í handlægri stærð svo hægt er að taka spilið
með sér hvert sem er!
Það er enginn sigurvegari í ferðaútgáfuni af Svarta Sauðnum.
Markmið leikmanna er að standa ekki uppi sem Svarti Sauðurinn
og enda með sem fæst spil á hendi.
Spurningum er varpað fram og þurfa leikmenn að kjósa um hvern af
meðspilurum sínum þær eiga best við.

Ekki raunverulegar umsagnir

Spila umsagnir

Testimonial Photo

“ Ég hélt að fjölskyldan mín elskaði mig en það er ljóst að ég ætla ekki að mæta í fleiri fjölskylduboð eftir að hafa spilað Svarta sauðinn með þeim.. Ætla líka að vera einn um jólin. „

Engilbert guðbjarnason - stöðumælavörður
Testimonial Photo

“ Ég skemmti mér konunglega að spila Spill the tea með kærustuni og vinkonum hennar þangað til að hún var spurð hvaða 3 íslensku söngvarar kveikja í henni .. þá fór ég í fílu“

Gunnar Ívar jónsson - einhleypur
Testimonial Photo

“ Ég fékk að vita hluti um vikonur mínar sem mér hafði aldrei dottið í hug eftir að ég spilaði með þeim Spill the tea!“

hallbera bergþórsdóttir - "áhrifavaldur"
Testimonial Photo

“ Eg var svo drukkinn eftir að spila Hangover Partýspilið að ég var byrjaður að dansa uppá borði hjá ömmu og afa .. kannski ekki besti hópurinn til að spila með“

friðbert fjóluson - Athafnamaður

helstu upplýsingar

Afhending spila fer fram á Laugavegi 39, 101 Reykjavík
Opnunartími: 13:00 – 17:00 mánudaga – laugardaga
Lokað á sunnudögum
Símanúmer: 768-0979
Netfang: Partyspil@partyspil.is